Nafngift og annar baksturÞað er mikið að gerast á heimilinu þessa dagana, enda stendur mikið til, minnsti maður verður skírður á sunnudaginn kemur. Við ákváðum að drífa í því, þar sem nafnið var ákveðið mjög fljótlega eftir að hann fæddist og við vorum farin að hafa miklar áhyggjur af því að kjafta því af okkur! Bjartur er þessa stundina að baka ostaköku, en ég sit við tölvuna og lít eftir litlum manni sem hefur verið dulítið órólegur í kvöld, eitthvað magabras á greyinu. Annars er hann voðalega góður yfirleitt, vaknar bara kl. 3 á nóttunni til að drekka, og svo aftur kl. 7, sem mér finnst reyndar líka vera mið nótt, en telst víst ekki vera það þegar smábörn eru annars vegar...
Held ég ætti reyndar að fara að gera það sem ég á að vera að gera, sem er að búa til prógramm fyrir skírnina, maður getur nú ekki verið þekktur fyrir að láta fólk sitja í kirkjunni vitandi ekki neitt í sinn haus um hvað er að gerast ;-)
Jóhanna Ósk - kl. 23:44