Að verða foreldri
Fengum þetta í tölvupósti í dag frá Garðari Harðar, þeim ágæta frænda Bjarts á Stöðvarfirði. Gott að vita hvernig þetta verður með næsta barn ;-)
Að verða foreldri breytir öllu í lífi þínu. Foreldrahlutverkið breytist líka með hverju barni. Hér eru nokkur dæmi um hver breytingin verður frá fyrsta til þriðja barns.
Föt1.barn: Þú ferð í óléttufötin um leið og þú ert búin að pissa á pinnann og fá tvö strik.
2.barn: Þú ert í þínum venjulegu fötum eins lengi og þú mögulega getur.
3.barn: Óléttufötin eru þín venjulegu föt.
Undirbúningur fyrir fæðingu1.barn: Þú gerir öndunaræfingar, mjög samviskusamlega.
2.barn: Þú nennir ekki að æfa, vegna þess að þú manst að síðast gerðu öndunaræfingarnar ekkert gagn.
3.barn: Þú pantar mænudeyfingu strax á 8. mánuði.
Barnafötin1.barn: Þú þværð öll litlu sætu fötin, straujar og brýtur saman og raðar í kommóðuna.
2.barn: Þú rennir í gegnum fatabunkann, hendir því sem er mjög blettótt og þværð restina.
3.barn: Strákar geta alveg verið í bleiku, er það ekki?
Áhyggjur1.barn: Við fyrsta kjökur eða tíst sem heyrist úr vöggunni,rýkurðu til og tekur barnið upp.
2.barn: Þú tekur barnið upp, svo það veki ekki eldra barnið með vælinu.
3.barn: Þú kennir þriðja barninu að trekkja sjálft upp óróann yfir vöggunni.
Snuðið dettur í gólfið1.barn: Þú tekur það upp og notar ekki aftur fyrr en þú ert búin að sjóða það rækilega.
2.barn: Þú skolar það undir næsta krana, eða bara með svolitlum ávaxtasafa úr glasi barnsins.
3.barn: Þú þurrkar það mesta af því í bolinn þinn og stingur því aftur upp í barnið.
Bleyjur1.barn: Þú skiptir um bleyju á klukkutíma fresti, hvort sem þess er þörf eða ekki.
2.barn: Þú skiptir á 2-3 klst. fresti, ef þess þarf.
3.barn: Þú reynir að vera búin að skipta um bleyju, áður en aðrir fara að kvarta undan lyktinni, eða bleyjan dettur niður fyrir hné á barninu.
Afþreying1.barn: Þú ferð með barnið í ungbarnasund, ungbarnanudd og barnaleikfimi.
2.barn: Þú ferð með barnið í ungbarnasund.
3.barn: Þú ferð með barnið í Kringluna og Smáralind.
Pössun1.barn: Í fyrsta skipti sem þú ferð út, þá hringirðu heim 5 sinnum.
2.barn: Þú rétt manst eftir að skilja eftir númer þar sem hægt er að ná í þig.
3.barn: Þú segir barnfóstrunni að hringja bara ef það sést blóð.
Heima1.barn: Þú eyðir góðum hluta dagsins í að stara á barnið.
2.barn: Þú eyðir góðum hluta dagsins í að stara á eldra barnið svo það klípi ekki eða poti í augun á nýja barninu.
3.barn: Þú eyðir góðum hluta dagsins í að fela þig fyrir börnunum.
Jóhanna Ósk - kl. 19:46
14.11.05
Hrosshár í strengjum og holað innan tréÍ einhverju bríaríi hef ég tekið að mér að spila á fiðlu á aðventukvöldi í Bessastaðakirkju næstkomandi 1. í aðventu. Það væri nú svosem í lagi ef að fiðlan mín væri ekki mesta gargan og varla hægt að bjóða fólki uppá að hlusta á hljóðin sem ég fæ útúr henni. Ég gæti svosem kannski spilað þetta á víóluna mína (sem er MIKLU betra hljóðfæri), en þá þarf ég að fara að æfa mig og því nenni ég nú ekki ;-)
Þannig að ég spyr: Býr einhver lesandi svo vel að eiga sæmilega fiðlu sem er ekki verið að brúka sunnudaginn 27. nóvember næstkomandi? Best væri náttúrulega ef ég gæti fengið stykkið lánað frá og með þessari viku til að hrella ekki líftóruna úr kórnum sem ég spila með á æfingunum! Ef einhvern langar til að lána mér fiðluna sína endilega hafið samband!
Jóhanna Ósk - kl. 18:53